July 4, 2018

Hmm... framkomuþjálfari sjálfur í talþjálfun?!

Grensás Göngudeild

„Muna að anda á milli Heimir og nota hlé til að vera skýrari. Þannig geturðu lagt áherslu á það sem þú ert að segja“.

Dáldið hart þegar framkomuþjálfarinn til margra ára þarf að láta leiðbeina sér að tala skýrt, en þetta er nýji Heimir og það er bara svona. Íris þjálfarinn minn hefur sjaldan haft svona áhugasaman lærling.

Þvoglumæltur stundum. Hef verið spurður hvort ég sé fullur :-) - hvað á fólk að halda? „Hm… hvað drekkurðu margar einingar af áfengi á viku“, sagði heimilislæknirinn við mig þegar við vorum að reyna að finna út hvað væri að. Síðan þá segjum við Berglind stundum þegar við viljum lyfta okkur upp:

„Hvað segirðu elskan, eigum við að henda í tvær hvítvínseiningar…“
Heimir okkar

Nú er Heimir okkar orðinn ansi lasinn og ekki lengur í standi til að setja inn fréttir. Hann liggur nú á líknardeild og ekki líkur á því að hann komi heim. Verið er að sækja um vist á stofnun sem getur annast hann í veikindunum. Það er talsverður dagamunur á honum og hann hefur yfirleitt ekki getu til að taka á móti nema sína nánasta fólki. Það er orðið erfiðara að skilja hann en eitt er víst að það er alltaf stutt í húmorinn og góða skapið þrátt mikla verki og hrakandi heilsu. Það er ómetanlegt fyrir Heimi og fjölskylduna að finna hlýhug og stuðning ykkar allra - það er gott að vera traustur vinur.

August 11, 2019
LESA MEIRA
Frímúrarabróðir.

November 15, 2018
LESA MEIRA
Fúsk og fokdýrt

Þeir komu og máluðu fyrir mig Þorleifur og Júlli - þessar elskur.

November 15, 2018
LESA MEIRA
"Dansiði meðan þið getið, dans'iði!"

"Fólk er eins og hamstur á hjóli, alltaf að berjast við að eiga fyrir afborgun af nýjasta bílnum, þvottavél eða nýjum síma, þó að það viti að lífið á jörðinni sé ekki endalaust heldur það svona áfram..."

November 15, 2018
LESA MEIRA
Greiða götuna í bílamálum

Það var ekki að spyrja að greiðvikninni hjá Agli Jóhannsyni hjá Brimborg þegar við þurftum að skipta um bíl nýlega!

July 26, 2018
LESA MEIRA
MBA traustir vinir

Benný og Tóta vinkonur mínar fóru í viðtal í Bítið á Bylgjunni og drógu upp fallega mynd af mér. Takk elsku vinir.

July 26, 2018
LESA MEIRA
Fyrirlestur fyrir skjólstæðinga og starfsfólk á Reykjalundi

Veikindi og viðhorf til lífsins

July 10, 2018
LESA MEIRA
Get hjólað en ekki gengið langt

„Heldurðu að þú getir ekki hljólað - þá hjólarðu í næstu viku“, sagði Andri sjúkraþjálfari á Reykjalundi.

July 6, 2018
LESA MEIRA
Verkfræðingurinn

„Maður kemst alla vega að til að tala þegar maður hleypur með Heimi hann er í svo lélegu hlaupaformi“, sagði Júlli einhvertíman eftir að við höfðum farið saman út að hlaupa haustið 2016.

July 4, 2018
LESA MEIRA
Hmm... framkomuþjálfari sjálfur í talþjálfun?!

„Muna að anda á milli Heimir og nota hlé til að vera skýrari. Þannig geturðu lagt áherslu á það sem þú ert að segja“.

July 4, 2018
LESA MEIRA