Styðjum traustan vin

Heimir Jónasson, vinur okkar, hefur greinst með taugahrörnunarsjúkdóm sem kallast Corticobasal Degeneration (CBGD).  Veikindin hafa áhrif á bæði líf og afkomu Heimis og fjölskyldunnar og þess vegna viljum við leggja þeim lið.

Stofnaður hefur verið styrktarsjóðurinn Traustur vinur í því skyni að taka við og halda utan um framlög vina hans og velunnara. Með þessari síðu er ætlunin að auðvelda þér að leggjast á árarnar með okkur í stuðningi við þetta góða fólk.

Það er auðvelt og einfalt að styðja traustan vin:

Þitt framlag er dýrmætt!

Hver króna skiptir máli og auðveldar Heimi og fjölskyldunni að takast á við veikindin.

Það er auðvelt að styrkja

Þú velur upphæð sem þér hentar og millifærir á styrktarreikninginn hér að neðan:

Framlag móttekið. Bestu þakkir fyrir stuðninginn!
Eitthvað fór úrskeiðis.
Eru örugglega allir reitir rétt fylltir út?

Styrktarreikningur Traustur Vinur:
0301-26-011388

Kennitala:
410618-0440

Við þökkum þér kærlega fyrir stuðninginn, hann skiptir svo sannarlega máli.

Lesa skilmála

Um okkur

Vinur okkar, Heimir, hefur greinst með taugahrörnunarsjúkdóm sem kallast Corticobasal Degeneration (CBGD). Þetta er alvarlegur sjúkdómur sem m.a. hefur áhrif á hreyfi- og talgetu. Þróun sjúkdómsins hefur verið hröð hjá Heimi og hann hefur í ferlinu þurft að endurskoða viðhorf sitt til hamingju og væntinga til lífsins. Ljóst er að veikindi Heimis hafa í för með sér talsverða breytingu fyrir alla fjölskylduna og kalla á mikil óvænt og ófyrirséð útgjöld um leið og starfsorka skerðist. Þau þurfa þess vegna á  fjárhagslegum stuðningi að halda. Ljóst er að veikindi Heimis hafa í för með sér talsverða breytingu fyrir alla fjölskylduna og kalla á mikil óvænt og ófyrirséð útgjöld um leið og starfsorka skerðist. Þau þurfa þess vegna á  fjárhagslegum stuðningi að halda.

Styrktarsjóðurinn Traustur vinur starfar samkvæmt lögum nr. 19/1998 um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá. Lex lögmannsstofa hefur milligöngu um stofnun sjóðsins og samningu skipulagsskrárinnar, sem er aðgengileg hér

Í stjórn sjóðsins sitja Júlíus Jónasson, Þóra Sigfríður Einarsdóttir, Andri Þór Guðmundsson og Kristján Pálsson. Um tilgang sjóðsins segir í 5. gr. :

"Tilgangur sjóðsins er að styðja fjárhagslega við bakið á Heimi Jónassyni, kt. 130466-5409 og fjölskyldu hans vegna veikinda hans. Stjórn sjóðsins tekur ákvörðun um framlög úr sjóðnum eftir fjárhagslegum þörfum fjölskyldunnar hverjum sinni. Eignum sjóðsins skal varið til hvers kyns framfærslu Heimis og fjölskyldu hans, til kaupa á eignum sem tengjast þörfum Heimis og fjölskyldu hans á hverjum tíma og eftir atvikum til niðurgreiðslu á skuldum fjölskyldunnar.”

Við þökkum þér fyrir hlýhuginn í garð okkar trausta vinar og minnum á að hver einasta króna skiptir máli og ekkert framlag er of smátt. Eins vekjum við athygli á að framlög í sjóðinn eru frádráttarbær frá skatti fyrir lögaðila.

Með þakklæti fyrir stuðninginn,
Júlíus, Andri, Kristján og Þóra.

Fréttir

Heimir okkar

Nú er Heimir okkar orðinn ansi lasinn og ekki lengur í standi til að setja inn fréttir. Hann liggur nú á líknardeild og ekki líkur á því að hann komi heim. Verið er að sækja um vist á stofnun sem getur annast hann í veikindunum. Það er talsverður dagamunur á honum og hann hefur yfirleitt ekki getu til að taka á móti nema sína nánasta fólki. Það er orðið erfiðara að skilja hann en eitt er víst að það er alltaf stutt í húmorinn og góða skapið þrátt mikla verki og hrakandi heilsu. Það er ómetanlegt fyrir Heimi og fjölskylduna að finna hlýhug og stuðning ykkar allra - það er gott að vera traustur vinur.

August 11, 2019
LESA MEIRA
Frímúrarabróðir.

November 15, 2018
LESA MEIRA
Fúsk og fokdýrt

Þeir komu og máluðu fyrir mig Þorleifur og Júlli - þessar elskur.

November 15, 2018
LESA MEIRA
"Dansiði meðan þið getið, dans'iði!"

"Fólk er eins og hamstur á hjóli, alltaf að berjast við að eiga fyrir afborgun af nýjasta bílnum, þvottavél eða nýjum síma, þó að það viti að lífið á jörðinni sé ekki endalaust heldur það svona áfram..."

November 15, 2018
LESA MEIRA
Greiða götuna í bílamálum

Það var ekki að spyrja að greiðvikninni hjá Agli Jóhannsyni hjá Brimborg þegar við þurftum að skipta um bíl nýlega!

July 26, 2018
LESA MEIRA
MBA traustir vinir

Benný og Tóta vinkonur mínar fóru í viðtal í Bítið á Bylgjunni og drógu upp fallega mynd af mér. Takk elsku vinir.

July 26, 2018
LESA MEIRA
Fyrirlestur fyrir skjólstæðinga og starfsfólk á Reykjalundi

Veikindi og viðhorf til lífsins

July 10, 2018
LESA MEIRA
Get hjólað en ekki gengið langt

„Heldurðu að þú getir ekki hljólað - þá hjólarðu í næstu viku“, sagði Andri sjúkraþjálfari á Reykjalundi.

July 6, 2018
LESA MEIRA
Verkfræðingurinn

„Maður kemst alla vega að til að tala þegar maður hleypur með Heimi hann er í svo lélegu hlaupaformi“, sagði Júlli einhvertíman eftir að við höfðum farið saman út að hlaupa haustið 2016.

July 26, 2018
LESA MEIRA
Hmm... framkomuþjálfari sjálfur í talþjálfun?!

„Muna að anda á milli Heimir og nota hlé til að vera skýrari. Þannig geturðu lagt áherslu á það sem þú ert að segja“.

July 26, 2018
LESA MEIRA